Kevin Durant var fyrr í dag valinn besti leikmaður NBA deildarinnar (MVP) í nýafstaðinni deildarkeppni NBA fyrir árið 2014. Durant fékk 119 atkvæði af 125 í fyrsta sætið. LeBron James fékk hin 6.
 
Kevin Durant lauk leiktíðinni með 32 stig að meðaltali í leik; 6,9 fráköst; 3,5 stoðsendingar; 1,3 stolnir og 1,0 blokk. Honum tókst þó ekki að halda sig í 50/40/90 klúbbnum eins og á síðustu leiktíð. Hann leiddi einnig deildina í PER með 29,8 og Win Shares með 19,2.
 
Durant var löngu orðinn þreyttur á að vera alltaf í öðru sæti á eftir LeBron James í MVP valinu og umræðan var mikið honum í hag á meðan á leiktíðinni stóð.
 
OKC Thunder lentu í vandræðum með Memphis Grizzlies í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og eru nú 0-1 undir gegn LA Clippers í annari umferð.