Haukur Helgi Pálsson og félagar í Breogan eru komnir í sumarfrí en Breogan mátti játa sig sigrað 3-0 í undanúrslitum gegn Burgos. Þriðji og síðasti leikur liðanna fór 58-80 fyrir Burgos. Haukur Helgi náði ekki að skora á þeim 30 mínútum sem hann lék í leiknum en var með 5 fráköst og 2 stoðsendingar.
 
 
Breogan er því úr leik og sæti í ACB deildinni verður ekki að veruleika þetta tímabilið. Andorra vann LEB Gold deildina og þurfti því ekki að taka þátt í úrslitakeppninni. Palencia og Burgos munu leika til úrslita um annað lausa sætið í ACB á næsta tímabili en úrslitaviðureign þeirra hefst þann 9. maí næstkomandi.