Jón Arnór Stefánsson gerði 5 stig og gaf 5 stoðsendingar í ACB deildinni á sunnudag þegar CAI Zaragoza tók sig til og lagði stórlið Barcelona að velli 85-79. Jonathan Tabu var atkvæðamestur í liði Zaragoza með 19 stig en Ante Tomic var með 15 stig í liði Barcelona.
 
 
Zaragoza deilir 5.-6. sæti með Gran Canaria en bæði lið hafa unnið 16 leiki og tapað 10 og bæði sækja liðin hart að Unicaja sem er í 4. sæti með 17 sigra og 9 tapleiki.
 
Hér má sjá svipmyndir úr leiknum: