Hér að neðan fer yfirlýsing frá Ólafi Ólafssyni leikmanni UMFG vegna orða sem hann lét falla í beinu sjónvarpsviðtali eftir viðureign Grindavíkur og KR í úrslitum Domino´s deildar karla í kvöld: 
 
Fyrr í kvöld í viðtali við fjölmiðla eftir tapleik liðs míns við KR í úrslitum Íslandsmótsins lét ég mjög óvönduð og heimskuleg orð falla í tengslum við kvenfólk í körfubola. Ummæli mín voru sögð í mikilli bræði og eftir erfitt tap en það er þó engin afsökun. Ég á að vita betur enda hef ég stutt kvennalið Grindavíkur dyggilega í allan vetur og veit að hæfileikaríkar konur spila körfubolta jafnt og hæfileikaríkir karlmenn. Ég sem fyrirmynd yngri barna geri mér grein fyrir því að ég á að vanda orð mín er ég fer í viðtöl. Ég vil því biðja alla körfuknattleikshreyfinguna afsökunar á þeim orðum og þá sérstaklega kvenþjóðina sem spilar körfubolta.
 
Ólafur Ólafsson, leikmaður UMFG