Viðar Örn Hafsteinsson var greinilega ekki ánægður með baráttu sinna manna eftir stórt tap gegn Fjölni í kvöld.  Höttur hafði sigrað báða leiki liðanna í deildinni í vetur og hafa því ekki upplifað útreið eins og þeir fengu í Dalhúsum í kvöld í vetur.  Höttur tapaði frákastabaráttunni harkalega og höfðu þeir tekið jafn mörg fráköst og sóknarfráköst Fjölnis á tímabili í þriðja leikhluta.  

 

“Við vissum að þetta Fjölnislið er hörkulið, ef við mætum hingað ekki tilbúnir þá erum við bara jarðaðir eins og varð hérna í dag.  Menn duttu bara í einstaklingsframtak, gerðu ekki eins og lagt var upp með og þá fáum við það bara beint í andlitið.  Það jákvæða við úrslitakeppni er að það skiptir engu hvort þú tapar með einu eða 40, það er bara næsti leikur.  Núna erum við komnir með bakið upp við vegg og nú er bara að duga eða drepast”.  

Er hægt að skrifa þessa frammistöðu á vanmat eða hugarfar? 

“Ekkert vanmat, en klárlega með hugarfar.  MEnn voru ekki að berjast hérna.  Ef þú hittir ekki  og þetta er ekki alveg að ganga þá geturu alltaf barist og alltaf slegist, það er hugarfar.  Við komum hérna veikir andlega, mjög veikir”.  

Hvað getið þið gert til þess að mæta tilbúnir til leiks í næsta leik? 

“Við förum bara yfir hlutina.  Það breysti ekki mikið uppleggið hjá okkur.  Ef við náum að framkvæma það sem við ætlum að gera.  Menn fara bara alltof snemma út úr þessu og missa hausinn.  Það þarf bara aðeins að núllstilla sig, þetta byrjar núll núll næst.  Við vinnum þá heima og komum aftur hingað”.

 

gisli@karfan.is

Mynd: Axel Finnur