KR-ingar tryggðu sér 2-0 forystu í einvígi liðanna eftir öruggan 68-94 sigur á Stjörnunni í Ásgarði í kvöld. Stjörnumenn byrjuðu leikinn af krafti og komustu í 8-0 eftir tvær mínútur en þá tóku deildarmeistararnir völdin og stungu svo Garðbæinga af í öðrum leikhluta. KR þarf nú aðeins einn sigur í viðbót til að komast í úrslitin, en þriðji leikur liðanna fer fram í DHL höllinni á fimmtudaginn nk.
 
Stjarnan: Matthew James Hairston 28 stig, 12 fráköst og 5 varin skot; Justin Shouse 13 stig og 8 stoðsendingar; Marvin Valdimarsson 11 stig; Jón Sverrisson 10 stig og aðrir minna.
 
KR: Desmond Watt 21 stig og 8 fráköst; Darri Hilmarsson 20 stig; Martin Hermannsson 13 stig og 10 stoðsendingar; Helgi Már Magnússon 13 stig og 5 fráköst; Brynjar Þór Björnsson 9 stig; Ingvaldur Magni Hafsteinsson 7 stig; Pavel Ermolinskij 6 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar og aðrir minna.