Sundsvall Dragons berjast fyrir lífi sínu í kvöld þegar liðið mætir Uppsala á útivelli í fjórða leik liðanna í 8-liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar. Staðan er 1-2 Uppsala í vil sem dugir sigur í kvöld til að komast í undanúrslitin. Hafi Sundsvall sigur verður oddaleikur í Drekabælinu á föstudag.
 
 
Viðureign liðanna verður í beinni á netinu í kvöld og verður hægt að nálgast vefútsendinguna hér. Leikurinn hefst kl. 19:04 að staðartíma eða kl. 17:04 að íslenskum tíma.
 
Mynd/ Liðsmenn Sundsvall eiga svaðalegan leik fyrir höndum!