„Ómar setti tóninn í byrjun leiks og ég bara tók undir,“ sagði Sigurður Gunnar Þorsteinsson miðherji Grindavíkur eftir öruggan sigur meistaranna í Ljónagryfjunni í kvöld. Sigurður og Ómar Örn Sævarsson slógu eign sinni á teigana í Njarðvík og þar voru byggðar undirstöðurnar að sigri Grindavíkur í kvöld.