San Antonio Spurs unnu í gærkvöldi sinn 19. sigur í röð í NBA deildinni og eru þeir með 78% sigurhlutfall í deildinni í vetur sem mælist besta sigurhlutall allra liða í deildinni í ár.  Það er óhætt að segja að San Antonio sé að koma bakdyramegin að þessari velgengni en fyrir tímabilið töluðu fáir um aðra en Miami, Indiana eða Chicago sem verðandi meistaraefni þetta árið.  
 San Antonio hafa innanborðs magnað þríeyki sem samanstendur af Tim Duncan, Manu Ginobili og Tony Parker.  Þetta þríeyki hefur nú skrifað sig í sögurnar sem eitt af sigursælustu og farsælustu þríeykjum í sögu NBA deildarinnar.  Aðeins tvö þríeyki í sögu deildarinnar hefur spilað fleiri leiki saman en þeir félagar en það eru sögufrægu Boston mennirnir Larry Bird, Kevin McHale og Robert Parish(729 leikir saman) og Detriot hörkutólin Isiah Tomas, Bill Laimbeer og Vinnie Johnson (711 leikir saman).  San Antonio þríeykið fór fram úr öðru sögulegu þríeyki þegar það spilaði sinn 664 leik saman fyrru stuttu en þá fóru þeir fram úr Los Angeles Lakers mönnunum Magic Johnson, Kareem Abdul-Jabbar og Michael Cooper. 

Nú þegar líður á tímabilið reynir á “gömlu mennina” sem hafa spilað saman síðan 2002 þegar Manu Ginobili bættist í hóp San Antonio manna, en ef þeir ætla ætla að viðhalda þessari velgengni í úrslitakeppninni reynir á úthald og þrek þessara manna sem hafa fleiri metra á perketinu á ferilskránni en margir aðrir í deildinni.  

 
gisli@karfan.is