Niðurbræðslan sem við spáðum á Kef liðinu í haust þegar deildin var að byrja kom mun seinna en við bjuggumst við eða núna strax í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Önnur eins bakskita af 2nd seed liði höldum við að hafi varla sést á landinu. Sópað út af liði í 7. sæti. 3-0! Andy hefur algerlega misst liðið frá sér og sá agi sem einkenndi liðið í upphafi var fjarri góðu gamni. Sóknin rúllaði en vörnin var engin… Stjarnan skaut fekking 44% fyrir utan þriggja í allri seríunni. Það á ekki að vera hægt… Sögur fara af því að mórallinn hafi verið orðinn dapur hjá liðinu strax eftir annan leikinn og menn búnir að gefa alla von upp á bátinn… Yes! við vorum með eina seríu rétta, KR-Snæfell. En það hefði blindur maður með staf getað spáð fyrir… Grindavík-Þór serían snérist allt í einu upp í væl yfir dómgæslu og lét Lalli Ólafs henda sér út úr einum leiknum eftir að hafa gefið dómurum hárblásarann… Við ætlum nú samt að biðla til leikmanna og þjálfara í úrslitakeppninni að láta ekki dómgæsluna verða aðalumræðuefni fjölmiðla eftir leiki. Látum Pepsídeildina sjá um það… Undanúrslitin byrja í kvöld og ætlum við að gera til raun til að spá í spilin. KR sópar Stjörnunni út. Þó Stjarnan hafi pirrað Kef og skotið úr þeim augun þá mun það ekki fljúga á móti KR. Kef féll saman á móti Garðbæingum og gáfu þetta frá sér. KR mun hins vegar ekki gera það. Auðvitað vill maður sjá undanúrslit og úrslit alltaf fara í oddaleik en við sjáum það ekki í þetta skiptið… Grindavík-Njarðvík hins vegar mun fara í oddaleik og við ætlum að spá Njarðvík áfram. Frammistaða lykilleikmanna Grindavíkur hefur ekki verið á pari en Njarðvíkingar leika á alls oddi… Leik Grindavíkur og Njarðvíkur hefur verið flýtt til kl. 18:00 annað kvöld en ekki 19:15 eins og venja er. Ástæðan? Stuðningsmaður Grindavíkur ætlar að halda upp á afmælið sitt og því þarf að flýta leiknum. Eðlilegt?
 
We OUT like Kef í úrslitakeppninni