Gríðarleg ánægja er í röðum Fjölnismanna þessi dægrin. Ekki aðeins mun liðið leika í úrvalsdeild á næstu leiktíð en þá var á dögunum framlengt við þá Róbert Sigurðsson og Garðar Sveinbjörnsson.
 
 
Róbert er 20 ára leikstjórnandi sem var með 8,4 stig, 3,3 fráköst og 5,2 stoðsendingar að meðaltali í leik hjá Fjölni á tímabilinu. Garðar er 27 ára gamall bakvörður/framherji sem var með 7,5 stig, 4 fráksöt og 1,4 stoðsendingar að meðaltali í leik með Fjölni á nýliðnu tímabili.
 
Myndir/ Fjölnir – Garðar og Róbert framlengja í Grafarvogi.