Lokahóf FSu fór fram um síðastliðna helgi þar sem þau Jasmine Alston og Collin Pryor voru valin bestu leikmenn félagsins þetta tímabilið. www.fsukarfa.is greinir frá.
 
 
Á heimasíðu FSu segir:
 
Hjá meistaraflokki kvenna var Hildur Birna Vignisdóttir verðlaunuð fyrir mestar framfarir. Andrea Ýr Úlfhéðinsdóttir fékk verðlaun fyrir mestan dugnað og Jasmine Alston var valin besti leikmaðurinn.  Stelpurnar voru að klára sitt fyrsta tímabil í 1.deild kvenna og stóðu sig með prýði. Hjá meistaraflokki karla var Erlendur Stefánsson verðlaunaður fyrir mestar framfarir. Arnþór Tryggvason fékk verðlaun fyrir mestan dugnað og Collin Pryor var valinn besti leikmaðurinn. 
 
Mynd úr safni/ Hermann Snorri – Pryor treður í Iðu