Við vitum ekki hvar hann fékk snæðinginn en hvar sem það var þá heillaði Junior Hairston að minnsta kosti kokkinn því eftir stórleik sinn gegn KR fylgdi orðsending með matnum hjá kappanum.
 
 
Á matarbakka Hairston stóð: „Great game last night“ – og þar var engu logið því Hairston fór á kostum þegar Stjarnan minnkaði muninn í 2-1 í undanúrslitaeinvígi sínu gegn KR. Hairston var með 41 stig, 16 fráköst og 4 stolna bolta og ef það verðskuldar ekki orðsendingu í matinn þá gerir það ekkert.
 
Mynd/ Af Facebook-síðu Hairston – Orðsendingin góða sem Hairston fékk með matnum sínum.