Í kvöld ræðst það hvort Grindavík eða Njarðvík tryggir sér sæti í úrslitum Domino´s deildar karla þegar liðin mætast í oddaleik undanúrslitanna í Röstinni. Viðureign liðanna hefst kl. 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Það lið sem vinnur í kvöld leikur til úrslita gegn KR um Íslandsmeistaratitilinn.
 
 
Njarðvíkingar tóku 1-0 forystu í einvíginu með sigri í Röstinni í fyrsta leik, Grindavík vann næstu tvo en Njarðvíkingar jöfnuðu metin í 2-2 í Ljónagryfjunni. Forsala aðgöngumiðanna hófst í gær en heimamenn gera ráð fyrir fullu húsi og munu að öllum líkindum færri komast að en vilja.
 
Grindavík-Njarðvík
Oddaleikur undanúrslitanna
19:15 í Grindavík
Beint á Stöð 2 Sport