Njarðvík og Keflavík áttust við í hreinum úrslitaleiki í kvöld um Íslandsmeistaratitil í 7.flokki kvenna en bæði lið voru búinn að vinna fyrstu þrjá leiki sína nokkuð örugglega og því var búist við hörkuleik. Keflavíkurstelpur hafa aldrei tapað í þessum aldursflokk en Njarðvíkurstelpur voru ansi nálægt því í seinustu fjölliðamóti, en þá vann Keflavík með minnsta mun í framlengingu.
 
Fjöldi fólks lagði leið sína á Sunnubraut til að berja augum á framtíðina í kvennaboltanum og voru ekki svikin því svakalegur úrslitaleikur átti sér stað þar sem bæði lið gáfu allt í sölurnar og skiptust á körfum og spiluðu frábæra vörn. Svakaleg stemmning var á pöllunum hjá báðum liðum og var mikill spenna í loftinu. En Njarðvíkur stelpur voru skrefinu á undan á lokasprettinum og lönduðu rándýrum sigri gegn frábæru Keflavíkurliði 29-35.