Samkvæmt frétt Mbl.is er Ómar Örn Sævarsson, leikmaður Grindavíkur í öðru sæti framboðs Lista Grindvíkinga í komandi sveitarstjórnarkosningum. Það verður ekki ónýtt fyrir Grindvíkinga að fá þennan baráttuhund í pólitíkina þar í bæ. Spurning hvort hann ryksugi upp atkvæði líkt og hann gerir fráköstin á körfuboltavellinum.
 
Ómari, sem jafnframt er kallaður “Stálið”, er ýmislegt til lista lagt en hann hefur m.a. tekið þátt í fegurðarsamkeppninni Herra Ísland – enda gullfallegt eintak.
 
X-Stálið!