Hnefaleikakappinn Floyd Mayweather Jr. er launahæsti íþróttamaður heims skv. árlegri könnun íþróttamiðilsins ESPN. Aðeins einn leikmaður úr NBA deildinni kemst á listann og er það Kobe Bryant leikmaður LA Lakers með 30,5 milljónir Bandaríkjadala. Mayweather trónir á toppnum með heilar 73,5 milljónir Bandaríkjadala.
 
 
Knattspyrnukapparnir Cristiano Ronaldo, 2. sæti (50,2) og Lionel Messi, 3. sæti (50,1) skipa sér á sess á eftir Mayweather á listanum.
 
Hér má sjá listann í heild sinni en tíu leikmenn úr bandarísku hafnaboltadeildinni komust inn á þennan topp 25 lista hjá ESPN.