Lokahóf meistaraflokks karla hjá ÍR var haldið miðvikudagskvöldið 23.april í ÍR heimilinu. Kátt var í höllinni enda var létt yfir mannskapnum svona á síðasta vetrardegi. ÍR ingar enduðu í 9.sæti deildarinnar og rétt misstu af úrslitakeppninni en auk þess komst liðið í úrslitaleik bikarsins.  
 
Verðlaun voru veitt fyrir mestar framfarir og þau hlutu Ragnar Bragason. Matthías Orri var svo valinn besti leikmaður liðsins en “herra” ÍR Sveinbjörn Claessen hlaut verðlaunin mikilvægasti leikmaðurinn. Einnig var valinn stuðningsmaður ársins en þau verðlaun fékk Gísli Hallsson.