„Við vorum með unninn leik í höndunum og ef ég á að vera hreinskilinn þá voru bara mjög vafasamir dómar sem féllu þeirra megin,“ sagði Martin Hermannsson leikmaður KR í samtali við Karfan TV í kvöld. Grindvíkingar jöfnuðu einvígið 1-1 gegn KR með 79-76 sigri þar sem Martin átti flottan leik fyrir KR-inga með 20 stig en það dugði ekki til að sinni.
 
 
 
 
Mynd/ nonni@karfan.is – Hér féll stór dómur, við þetta atvik á myndinni fær Martin dæmda á sig óíþróttamannslega villu sem KR-ingar voru allt annað en sáttir með enda kom villan í lok leiks þegar allt var í járnum.