Lokahóf KKÍ verður haldið með pompi og prakt föstudaginn 9. maí. Hófið verður með sama sniði og í fyrra og verður haldið í veislusölum Laugardalshallarinnar en það verður hinn eini sanni Sólmundur Hólm sem verður veislustjóri og skemmtikraftur.
 
 
Miðaverð verður 2.900 kr. og hefst miðasala mánudaginn 28. apríl á skrifstofu KKÍ.
 
Að venju verða úrvalslið vetrarins tilkynnt og verðlaun veitt fyrir frammistöðu leikmanna á tímabilinu í hinum ýmsu flokkum.
 
Boðið verður upp á gómsætan veislumat á hlaðborði og sérkjör verða á öðrum veitingum.