Það verður Kjartan Atli Kjartansson sem tekur við starfi aðstoðarþjálfara Stjörnunnar í Domino´s deild karla en eins og áður hefur komið fram mun Hrafn Kristjánsson taka við Garðbæingum nú þegar Teitur Örlygsson hefur látið af störfum. Snorri Örn Arnaldsson sem lengst af var aðstoðarþjálfari Teits Örlygssonar mun ekki halda áfram en verður engu að síður áfram yfirþjálfari yngri flokka í Garðabæ.
 
 
Á Facebook-síðu Stjörnunnar er farið í ítarlegar í gegnum þessi mál og þar t.d. lagt til að póstnúmeri Garðabæjar verði breytt úr 210 í 78-76 sem eru vitaskuld lokatölurnar í fyrsta bikartitli Stjörnumanna og eitthvert mesta „up set“ sem orðið hefur í íslenskum körfuknattleik.
 
 
Mynd/ Heiða