Í kvöld mætast Höttur og Fjölnir í úrslitum 1. deildar karla en staðan í einvíginu er 1-0 fyrir Fjölni eftir öruggan sigur í Dalhúsum. Liðin mætast í kvöld á Egilsstöðum kl. 18:30 og dugir Fjölnismönnum sigur til að tryggja sér sæti í úrvalsdeild á nýjan leik. Hafi Höttur sigur í kvöld verður oddaleikur í Dalhúsum þann 8. apríl næstkomandi.
 
 
Daron Lee Sims var með sterka tvennu í fyrsta leiknum, splæsti í 32 stig og 13 fráköst en atkvæðamestur í liði Hattar í leiknum var Austin Magnus Bracey með 24 stig.
 
Mynd/ Axel Finnur