Keflvíkingar sigruðu í dag Valsmenn í hreinum úrslitaleik um íslandsmeistaratignina í minnibolta drengja.  Keflvíkingar unnu leikinn nokkuð sannfærandi eða með 20 stigum, 52:32. Leikurinn í heild sinni var skemmtilegur og hreint út sagt ótrúleg tilþrif sem litu dagsins ljós hjá þessum framtíðarhetjum okkar.