„Að svona dama gangi laus, það er bara stórskrýtið mál,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson þjálfari Snæfells við Karfan TV eftir leik í Hafnarfirði í kvöld. Hann var eins og allir aðrir sem leikinn sáu, hrifinn af frammistöðu Hildar Sigurðardóttur sem fór mikinn í liði Hólmara. Ingi Þór sagði einnig að ef hann sæi ekki pakkað hús í Hólminum á sunnudag þá yrði hann verulega vonsvikinn.