“Þeir eru bara betri en við, með mjög sterkt lið og mikla breidd sem gerði okkur erfitt fyrir líka. Líka dýrt að tapa a heimavelli strax i fyrsta leik. Þetta var þannig sería að við hefðum eiginlega þurft að taka okkar heimaleiki. ” sagði Hlynur Bæringsson leikmaður Sundsvall nú rétt í þessu í rútunni frá Uppsala til Sundsvall.  Hlynur og félagar féllu úr leik í kvöld gegn Uppsala og við heyrðu stuttlega í kappanum. 
 
 En hvar lá möguleiki Sundsvall í þessari seríu?
 
“Við erum með betra system finnst mér. Eg hafði trú a þvi að það myndi taka okkur langt. Við erum betur þjálfaðir.”
 
Ef við förum þá framtíðina hjá Hlyn Bæringssyni. Ert þú enn með samning við liðið? Langar þig að vera áfram hjá Sundsvall?
 
“Já ég er með samning næsta ár. Sem ég býst við að standi, þó er ekkert víst í þvi svo sem. Mér líður vel þó að það blundi stundum í manni ævintýraþrá. Helst vildi ég gera eins og Gleði-Glaumur í sögunni um Bláa Hnöttinn! Og fá auka æsku í lífið, nú þarf maður að huga að svo mörgu áður en maður tekur stórar àkvarðanir”