Hildur Sigurðardóttir átti frábæran leik í kvöld þegar Snæfell tók 2-0 forystu í úrslitum Domino´s deildar kvenna gegn bikarmeisturum Hauka. Lokatölur í Hafnarfirði 72-75 Snæfell í vil eftir æsispennandi síðari hálfleik og stemmningin, hana vantaði ekki á pallana. Hildur gerði 30 stig fyrir Snæfell í leiknum, tók 4 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Hún sagði við Karfan TV eftir leik að vitaskuld væri stefnan að klára dæmið í Stykkishólmi á sunnudag.