„Það vantaði einhvern smá kraft í okkur en þeir spiluðu bara rosalega vel,“ sagði Helgi Magnússon leikmaður KR eftir tap gegn Stjörnunni í undanúrslitum í kvöld. Þrátt fyrir tapið leiðir KR enn einvígið 2-1 og dugir þeim sigur á sunnudag til að komast í úrslit. Helgi leiddi áhlaup KR á lokasprettinum en það kom seint og varði stutt.