Helgi Jónas Guðfinnsson mun koma til með að þjálfa karlalið Keflvíkinga á komandi tímabili og einu betur. Tveggja ára samningur var undirritaður þess efnis í gær og sagðist Sævar Sævarsson stjórnarmaður hjá Keflvíkingum gríðarlega ánægður með ráðninguna. ” Hann var okkar fyrsti kostur og við bindum vonir um að þetta samstarf verði okkur gjöfult. Helgi hefur sannað sig sem þjálfari á topp level og því var leitað til hans enda viljum við bara það besta fyrir okkar fólk hér í Keflavík” sagði Sævar í samtali við Karfan.is nú rétt í þessu. 
 
Helgi skildi síðast við þjálfarastarfið á toppnum þegar hann gerði Grindvíkinga að íslandsmeisturum. 
 
 
 Mynd: Helgi Jónas handsalar samningi við Fal Harðarson formann Keflavíkur.