Landsliðskonan Helena Sverrisdóttir var að bætast í hóp þeirra sem þjálfa munu við Körfuboltabúðir KFÍ dagana 3.-8. júní næstkomandi. Fyrir hafa Finnur Freyr Stefánsson, Borce Ilievski, Arnar Guðjónsson og Erik Olson boðað komu sína.
 
 
Búðirnar hefjast þriðjudaginn 3. júní  kl. 18:00 og þeim lýkur sunnudaginn 8. júní (hvítasunnudag) kl. 15:00 . Þær eru ætlaðar körfuboltaiðkendum frá 10 ára aldri og uppúr.
 
Samhliða búðunum verður boðið upp á þjálfaranámskeið frá föstudeginum 6. júní til sunnudagsins 8. júni og verður ekki rukkað fyrir námskeiðið. Þarna er klárlega á ferðinni kjörið tækifæri fyrir metnaðarfulla þjálfara að slá tvær flugur í einu höggi, bæta við þekkingu sína og njóta töfra Vestfjarða!
 
Skráningar í búðirnar og á þjálfaranámskeiðið sendist á netfangið kfibudir@gmail.com