Drekarnir í Sundsvall voru ekki lengi án þjálfara en sá er fyllir skarð Peter Öqvist heitir Tommie Hansson og hefur m.a. verið þjálfari kvennaliðs Solna Vikings sem og starfaði á sama tíma sem íþróttafulltrúi Solna Vikings. Þá hefur Hansson einnig verið á mála hjá 08 Stockholm.
 
 
Hansson kvaðst í samtali við Sundsvall Newspaper vera stoltur af því að vera tekinn við Sundsvall og sagði klúbbinn einn af þremur risum sænska boltans ásam LF og Norrköping. Þeir Hlynur Bæringsson, Jakob Örn Sigurðarson og Ægir Þór Steinarsson hafa því fengið nýjan þjálfara og verður forvitnilegt að sjá hvaða áherslur Hansson kemur með inn í starfið.
 
 
Mynd/ Steinar Davíðsson – Landsliðsmennirnir og Drekarnir Ægir Þór og Jakob Örn