Nú er kominn hálfleikur í öllum þremur leikjum kvöldsins. KR-ingar leiða í Garðabæ, Fjölniskonur leiða í Smáranum og í Hólminum er ekki fyrir sóknarleiknum að hafa, þvert á móti, lítið skorað en spennustigið hátt og leiða Haukar 23-25 í hálfleik en Lele Hardy lokaði fyrri hálfleik með tveggja stiga flautukörfu fyrir Hauka.
 
 
Snæfell 23-25 Haukar
Stjarnan 38-50 KR
Breiðablik 34-39 Fjölnir
 
Mynd/ nonni@karfan.is – Þó mikið sé undir í Stykkishólmi þá voru systurnar Berglind og Gunnhildur engu að síður kampakátar þó í sitthvoru liðinu séu.