Formaður Körfuknattleiksdeildar Snæfells, Gunnar Svanlaugsson, vílaði það ekki fyrir sér að taka á móti vallargestum áðan og rukka þá um aðgöngumiðana á leikinn. Líkt og kollegar sínir í íþróttahreyfingunni er mörgum hnöppum að hneppa og við gripum Gunnar í létt spjall á meðan hann var í óðaönn við að taka á móti gestum í Íþróttahúsinu í Stykkishólmi. Formaðurinn var kátur í kampinn enda stórleikur framundan og möguleiki á því að sjálfur Íslandsmeistaratitilinn í kvennaflokki fari á loft í kvöld.