Síðastliðið sumar skipti Eva Margrét Kristjánsdóttir frá KFÍ og yfir í Snæfell og er nú orðinn Íslandsmeistari sem byrjunarliðsmaður aðeins 17 ára gömul. Eva er á meðal efnilegustu leikmanna þjóðarinnar í kvennaflokki og gerði 7,6 stig, tok 5,6 fráköst og gaf 2,3 stoðsendingar að meðaltali í leik á tímabilinu. Karfan.is ræddi við Evu eftir sigur Snæfells á Íslandsmótinu í gærkvöld en hún vildi ekkert gefa upp hvernig útlitið yrði á næsta tímabili.