Kevin Durant og félagara í OKC Thunder bundu enda á sigurgöngu Spurs í gærkvöldi en fyrir leikinn höfðu þeir unnið 19 leiki í röð.  OKC vann leikinn í gær 106-94 með félagana Kevin Durant og Russel Westbrook í broddi fylkingar.  Kevin Durant skoraði 28 stig í leiknum og er þetta þrítugasti og níundi leikurinn í röð sem kappinn setur 25 stig eða fleiri í röð.  Drengurinn er sóknarmaskína af guðs náð og ekkert því til fyrirstöðu að hann bæti nokkrum ef ekki fjölmörgum leikjum í þetta ótrúlega “run” hjá kappanum.   
 Kevin Durant er sem stendur með flest stig að meðaltali í leik í NBA deildinni í vetur með heil 32 stig að meðaltali í þeim 73 leikjum sem hann hefur tekið þátt í í vetur.  Durant hefur á þeim tíma einnig sett 25 svokölluð double double.  Næsti maður á lista þar er Carmelo Anthony með 28 stig að meðaltali.
 
Oklahoma og San Antonio eru sem stendur með tvö bestu sigurhlutföll í deildinni og fátt sem bendir til þess að önnur lið geti gert tilkall til þessar sæta en Miami og LA Clippers koma þarna stutt á eftir.