Það hreinlega rigndi inn stigum í Staples Center í nótt þegar LA Lakers tóku á móti Houston Rockets í NBA deildinni. Lokatölur 130-145 fyrir Houston og það í venjulegum leiktíma! Alls fóru sex leikir fram í NBA deildinni og fyrir utan stigafylleríið í Staples Center þá töpðu bæði Spurs og Heat.
 
 
275 stig er það mesta sem skorað hefur verið í venjulegum leiktíma í NBA deildarleik síðan í mars 2009 þegar Suns og Warriors buðu upp á 284 stiga leik. Steve Nash gaf 5 stoðsendingar í leiknum fyrir Lakers og færði sig inn í 3. sætið á lista þeirra sem gefið hafa flestar stoðsendingar í deildinni. Þar með skaust Nash framúr Mark Jackson en á toppnum eru Jason Kidd og auðvitað stoðsendingavélin John Stockton.
 
Terrence Jones og James Harden voru báðir með 33 stig í liði Houston í nótt en hjá Lakers var Nick Young með 32 stig af bekknum.
 
Þá voru funheitir liðsmenn San Antonio Spurs kældir niður af Minnesota 110-91. Corey Joshep og Boris Diaw voru báðir með 13 stig í liði Spurs en Ricky Rubio var með 23 stig og 7 stoðsendingar í liði Minnesota.
 
Brooklyn Nets sópuðu Heat þetta tímabilið, unnu alla fjóra deildarleiki liðanna og viðureignina í nótt 88-87. LeBron James gerði 29 stig, tók 10 fráköst og gaf 6 stoðsendingar í liði Heat. Hjá Brooklyn var Joe Johnson með 19 stig.
 
Topp 5 tilþrif næturinnar
 
 
Úrslit næturinnar:

FINAL

 
7:30 PM ET
DET

102
W
ATL

95
 
  Q1 Q2 Q3 Q4 F
DET 35 23 23 21 102
 
 
 
 
 
ATL 27 25 26 17 95
  DET ATL
P Stuckey 29 Millsap 24
R Drummond 17 Millsap 12
A Jennings 6 Teague 9
 
Highlights