Einum leik er lokið í kvöld í Domino´s deild karla en þá marði Snæfell 86-89 útisigur á Val. Hólmarar unnu þarna sinn annan deildarleik í röð og færðust feti nær því að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni en Valur tapaði sínum tólfta leik í röð og situr á botni deildarinnar með 2 stig.
 
 
Chris Woods var stigahæstur í liði Vals í kvöld með 36 stig og 9 fráköst en hjá Snæfell var Travis Cohn III með 31 stig, 8 stoðsendingar og 7 fráköst.
 
Nú stendur yfir viðureign Skallagríms og Þórs úr Þorlákshöfn þar sem Þórsarar hafa 19 stiga forystu fyrir fjórða og síðasta leikhluta þegar þetta er ritað.
 
Staðan í Domino´s deild karla
Deildarkeppni
Nr. Lið L U T S Stig/Fen Stg í L/Fen m Heima s/t Úti s/t Stig heima s/f Stig úti s/f Síðustu 5 Síð 10 Form liðs Heima í röð Úti í röð JL
1. KR 17 16 1 32 1599/1339 94.1/78.8 7/1 9/0 97.1/82.9 91.3/75.1 5/0 9/1 +5 +2 +9 3/0
2. Keflavík 17 16 1 32 1583/1327 93.1/78.1 8/1 8/0 95.6/79.6 90.4/76.4 5/0 10/0 +10 +6 +8 4/0
3. Grindavík 18 13 5 26 1628/1467 90.4/81.5 7/2 6/3 86.8/73.1 94.1/89.9 4/1 7/3 +3 +3 +1 3/1
4. Njarðvík 17 11 6 22 1617/1419 95.1/83.5 7/2 4/4 99.1/76.2 90.6/91.6 3/2 6/4 -1 -1 +1 1/2
5. Haukar 17 9 8 18 1407/1385 82.8/81.5 5/3 4/5 80.3/75.0 85.0/87.2 2/3 5/5 +2 +1 +1 2/3
6. Þór Þ. 17 9 8 18 1551/1572 91.2/92.5 6/3 3/5 94.1/90.3 88.0/94.9 2/3 5/5 +1 +1