Snorri Örn Arnaldsson, yfirþjálfari yngri flokka hjá Stjörnunni ritaði grein um þroska og þjálfun hávaxinna leikmanna sem birtist á leikbrot.is um daginn. Þar fer hann yfir fjölda stórra manna eftir landssvæðum sem og hugsanlegar leiðir til að fjölga þeim í yngri flokka starfinu.
 
 
Í greininni segir Snorri m.a.: Forsagan er sú að eftir stutta tölfræðilega skoðun á úrvalsdeild karla, þá vaknaði sú tilfinning hjá mér að fjöldi og framlag stórra manna (miðherja/miðherjaígildi) sem uppaldir eru á landsbyggðinni sé meira en þeirra sem uppaldir eru á höfuðborgarsvæðinu eða á Suðurnesjum. Þá er ekkert annað að gera en að kanna málið. Það skal tekið fram í byrjun að miðað er við leikmenn sem spila sem miðherjar og eru yfir 200cm.” og heldur svo áfram: “Þessar hefðbundnu árangursmælingar eru nefnilega ekki upphaf og endir alls, sér í lagi með hávaxna leikmenn í yngri flokkum.”