Kvennalið Snæfells verður bikarmeistari á morgun ef marka má niðurstöðu könnunarinnar sem við vorum með hér á Karfan.is. Spurt var hvort liðið, Snæfell eða Haukar, yrðu Poweradebikarmeistarar 2014 og hlaut Snæfell 65,71% atkvæða. Haukar fengu því 34,29% atkvæða.
 
 
Nú er komin inn ný könnun þar sem við spyrjum hvort það verði Grindavík eða ÍR sem verði Poweradebikarmeistari í karlaflokki 2014.