Zaragoza gerðu vel í dag þegar þeir sigruðu lið Valencia sem vermir annað sætið í ACB deildinni 94:89.  Jón Arnór spilaði 13 mínútur og setti 2 stig fyrir Zaragoza.  Með sigrinum styrkti Zaragoza stððu sína í 6. sæti deildarinnar og eru nú aðeins einum sigri á eftir stórliði Barcelona sem er í 5 sæti.  Fyrir tímabilið þá voru Valenciamenn grimmir á leikmanna markaðnum og tóku meðal annars tvo sterka leikmenn frá Zaragoza, landsliðsmanninn Pablo Aquilar sem spilaði ekki með í dag og Belgíska bakvörðin Sam Van Rossom sem spilaði með og setti niður 12 stig fyri Valencia. 
 
Það hitnaði í kolunum hjá José Luis Abós þjálfara Zaragoza svo vel að hann var rekin út úr húsi í dag en það kom ekki að sök því lið hans kláraði dæmið vel með sigri.