Víði Sigurðsson ættu allir að þekkja sem eitthvað vita. Víðir stjórnar íþróttafréttadeild Morgunblaðsins af röggsemi og er líkast til einn söluhæsti “rithöfundur” ef tekið meðaltal síðustu ca 20 ára í jólabókaflóðinu.  Víðir skellti í eina spá og sendi okkur þessi orð. 
 Leikur ÍR-inga hefur gjörbreyst eftir að þeir fengu Nigel Moore um áramótin. Þeir eru á fínu róli í deildinni en Grindvíkingar eru sterkir þó þeir hafi ekki náð að fylgja KR og Keflavík eftir í toppslagnum. Þetta verður hörkuleikur og ég spái ÍR sigri, 82:80.
 
Snæfell hefur verið óstöðvandi undanfarna mánuði og er búið að hafa betur gegn Haukunum í síðustu leikjum liðanna. Stúlkurnar úr Hólminum eru með meiri breidd og þó Lele Hardy sé mögnuð verða Chynna Brown og Hildur Sig. betri í heildina. Snæfell sigrar 70:61