Jón Halldór Eðvaldsson hefur landað þeim stóra í Höllinni og ætti að þekkja eitthvað til þess að vera þar en hann þurfti hinsvegar að ganga í gegnum nokkra tap leiki þar áður en hann fékk að handleika þann stóra.  
 
ÍR – UMFG
 
Þetta ætti að vera auðveldur sigur fyrir UMFG. það er hinsvegar þannig að þegar í svona leik er komið þá er ekkert að marka stöðu í deild og mannskap. ég hugsa að þetta verið hörku leikur en Sverrir og hans lærisveinar klári þetta. þarna vil ég meina að reynsla Sverris og nokkra leikmanna í Grindavík vegi þungt.
 
Snæfell og Haukar,
 
Þetta verður svakalegur leikur! 2 bestu lið landsins að mætast. Snæfell með Hildi og alla hennar reynslu og svo má ekki gleyma því að Ingi hefur smá reynslu. Haukar eru með lið inní liðinu ( Hardy ) þvílíkur leikmaður!!! Ef að hún verður uppá sitt besta þá gæti þetta orðið erfitt fyrir Snæfell. En þarna verður þetta spurnig um spennustig og auðvitað dagsformið. Ég spái því að Ingi og stelpurnar hans klári þetta í rosalegum leik.