Spádómur alla leið frá Svíaríki.  Hlynur Bæringsson sendir hér með sína spá. 
 Þetta er auðveld spá, ÍR vinnur tæpt og Snæfell sömuleiðis. Ástæðurnar eru einfaldar, bróðir hans Kobba spilar með ÍR og mun bæta fyrir bikarklúður bróður síns árið 2009.
Svo eru Snæfell bara öflugar og hafa leikmenn sem eru góðar, reyndar og hungraðar í titil, það dugar vonandi.
Báðir leikir fara 82-78.