Hið mikla snyrtimenni og fyrrum leikmaður Njarðvíkinga og KR, Hermann Hauksson sendi spá sína inn og minnti um leið alla körfuknattleiksmenn á að ný sending af Boss jakkafötum er komin á rekkana í Boss búðinni. 
 
Ég held að ÍR taki þennan leik 91-85, það er búið að vera mikill stígandi hjá ÍR-ingum eftir áramót og Örvar mun ná að stýra þeim til sigurs í þessum leik.En sá sigur veltur líka mikið á því hvort þeir ná að stoppa Sigga Þorsteins í teignum og halda aftur af Clinch. ÍR-ingar þurfa að fá þá líka toppleik frá Nigel,Matta og Svenna til þess að landa sigri á móti reynslumiklu liði Grindvíkinga. 
 
Tel að Snæfell sigri þennan leik eftir mikla baráttu 75-73, tel þar helst muni skipta máli reynsla Hildar Sig til að stjórna sínu liði, það er nær ómögulegt að stoppa Hardy í liði Hauka og tel ég því lykilinn af sigri Snæfells verði í að sjá til þess að aðrir leikmenn í Hauka liðinu nái ekki toppleik.