Helgi Jónas Guðfinnsson skildi við boltann eins og líkast til flestir vilja stimpla sig út, með því að landa þeim stóra til Grindavíkur. Í dag stundar Helgi það að pína fólk daglega og þar með talið undirritaðan, og að auki fær hann greitt fyrir það.  Helgi nelgdi sinni spá inn. 
 
Grindavík vs. ÍR
Þetta verður hörkuleikur og það getur allt gerst í svona leik. ÍRingar hafa verið á siglinu eftir áramót og hefur Moore haft gríðarlega góð áhrif á leik þeirra. Þeir spila hinsvegar mikið á sama mannskapnum (5 leikmenn sem spila 30 mín+) og má lítið út af bera hjá þeim. Grindavíkingarnar hafa verið mun stöðugari í vetur og hafa verið að spila nokkuð vel. Breidd hjá þeim er mun meiri og verða þeir að halda uppi tempóinu og vera þolinmóðir. Það skiptir miklu máli fyrir Grindvíkinga að Siggi spili vel og haldi sér inn á vellinum. Grindavíkingar mun hafa þetta í lokin og vinna með 5 til 10 stiga mun.
 
Snæfell vs. Haukar
Þetta er tvö bestu liðin í dag og verður hörkuleikur. Ég tel að Snæfell sé hinsvegar með sterkara lið og fari með sigur af hólmi í þessu leik. Það skiptir Haukaliðið miklu máli hvernig Lele Hardy spilar og ef hún á stórleik þá getur þetta breyst en aðrir leikmenn þurfa líka að stíga upp. Ég held að þróunin á þessum leik verði svipuð og tvær síðust leikir þessara liða. Snæfell verður alltaf skrefinu á undan og endar þetta með 10 til 15 stiga sigri þeirra