Fjölnir og FSu mættust í hörkuleik í Dalhúsum í kvöld þar sem heimamenn í Fjölni unnu sinn sjötta heimaleik í röð með 88-84 sigri gegn FSu. Daron Lee Sims skellti saman góðri tvennu hjá Fjölni með 35 stig og 12 fráköst en Colin Pryor gerði 46 stig og tók 9 fráköst í liði FSu.