Það má vera að maðurinn kunni ekki að reka körfuboltalið en skómerkið hans og Nike, Jordan Brand malar gull þessa dagana. Þetta eru dýrustu skórnir á markaðnum oft en mokast úr á nokkrum mínútum um leið og þeir koma út og seljast oft mun dýrar á uppboðum á eftir.
 
Til að setja yfirburði Jordan Brand í samhengi við annað þá seldi Air Jordan 10 “Powder Blue” fyrir $35 milljónir fyrsta daginn sem hann kom í verslanir. Skórnir hans Derrick Rose hjá Adidas seldust fyrir samtals $40 milljónir allt árið 2013.
 
Þetta er samt ekkert… Besti skósölumaður Nike (af þeim sem spila núna), LeBron James seldi $300 milljónir af skóm merktum honum. Jordan seldi skó fyrir $2.250 milljónir. 
 
Kanye West, sem hefur hannað skó fyrir Nike, fór nýverið yfir til Adidas vegna þess að hann fékk svo lágar prósentur frá Nike. Nefndi Michael Jordan sem dæmi þegar hann var að útskýra mál sitt. Sagði að Michael Jordan væri á 5% þóknun fyrir alla sölu hjá Jordan Brand. Jordan Brand selur fyrir yfir $2 milljarða á ári svo það ætti að gefa MJ góðar $100 milljónir á ári í vasann.
 
Ekki slæmt fyrir fimmtugan uppgjafarkörfuboltagaur.