Miami Heat unnu sannfærandi sigur á Oklahoma City Thunder í gærkvöld þar sem þruman gat gersamlega ekki neitt. 2/20 í þristum segir nánast alla söguna. LeBron James fór hamförum í leiknum, skoraði 14 stig á fyrstu 5 mínútum leiksins. Durant og hvaða fleki sem settur var á hann, réðu ekkert við hann í þessum ham. Serge Ibaka reyndi að berja hann til hlíðni en uppskar bara troðslu í andlitið. Það fossblæddi úr trýninu á LeBron… hann er þá mennskur eftir allt.