Bikarúrslitaviðureign Hauka og Snæfells er hafin. Fyrir leik heilsuðu heiðursgestir upp á liðin. Þar gafst formanni Snæfells, Gunnari Svanlaugssyni og formanni Hauka, Henning Henningssyni, tækifæri á því að smella kossi á dætur sínar sem mættar voru í búning í Haukaliðinu.
 
 
Gunnhildur Gunnarsdóttir Hólmari með meiru leikur með Haukum í dag og sjáum við hér á efri myndinni Gunnar kallinn smella léttum kossi á dóttur sína og á neðri myndinni hittir Henning kossi á kinn dóttur sinnar Lovísu. Hugljúfar stundir í Höllinni.
  
 
Myndir/ nonni@karfan.is