Þeir Þorleifur Ólafsson fyrirliði Grindvíkinga og Sveinbjörn Claessen fyrirliði ÍR þekkja það báðir að lyfta bikartitlinum í Laugardalshöll. Kapparnir verða í eldlínunni á morgun þegar liðin mætast í Poweradebikarúrslitunum kl. 16:00 í Höllinni.