„Svona eru bara þessir leikir,“ sagði Þröstur Leó Jóhannsson leikmaður Keflavíkur í samtali við Karfan TV eftir viðureign KR og Keflavíkur í DHL Höllinni í kvöld. Með sigrinum batt KR enda á tíu leikja sigurgöngu Keflavíkur í deildinni.